Höfði I

Grýtubakkahreppi

hh6Jörðin Höfði I er í Grýtubakkahreppi við austanverðan Eyjafjörð í S-Þingeyjarsýslu. Land jarðarinnar er láglent en víðáttumikið, sunnan og vestan í svonefndum Þengilshöfða sem skagar út í Eyjafjörðinn. Jörðin er um 300 ha að stærð og þar af er ræktað land um 45 ha. Á Höfða er rekin blandaður búskapur; sauðfjárrækt, kartöflurækt og æðardúnstekja.  

Höfði I - Grýtubakkahreppi - 601 Akureyri