Höfði I

Grýtubakkahreppi

Féð okkar er kollótt og háfætt. Hjörðin er í grunninn útaf fjárskiptafénu sem hingað kom 1947 eftir mæðiveikifjárskiptin. Síðan 1994 höfum við farið reglulega í hrútakaupaleiðangra á Strandir og norður í Árneshrepp. Nú er svo komið að allt yfirbragð Höfðahjarðarinnar ber þess rík merki að vera frá Ströndum, féð er stórt og bjartleitt, ullarmikið og þéttvaxið. Frjósemi hjarðarinnar er góð, um 1,95 fædd lömb eftir hverja á. Meðalvikt skrokka að hausti er á bilinu 16-17,4 kg eftir árferði. Hér eru í húsum um 650 fjár hvern vetur.
Haustið 2015 réðumst við í miklar endurbætur á fjárhúsunum.  Súgþurrkunin var aflögð og hlöðunni breytt í fjárhús, auk þess sem innréttingunum í aðalfjárhúsunum var breytt svo hægt sé að gefa rúllurnar með góðu móti.

Höfði I - Grýtubakkahreppi - 601 Akureyri