Síðan haustið 2002 höfum við (Ásta og Þorkell) flutt inn lambamerki og fullorðinsmerki í sauðfé. Kom þessi innflutningur til af því að við leituðum á netinu að nothæfum merkjum þar sem þau merki sem þá buðust á innanlandsmarkaði höfðu reynst illa hér. Fyrst fluttum við inn merkin frá RoxanID, en árið 2006 keypti Allflex merkjaframleiðsluna. Árið 2013 færðum við viðskiptin aftur til RoxanID sem var þá aftur komið í framleiðslu sauðfjármerkja. Sjá www.roxan.co.uk. Öll okkar merki eru viðurkennd af MAST.
Merkin hafa reynst mjög vel, það er auðvelt að setja þau í eyrun, þau tolla mjög vel í eyrunum, letrið er stórt og auðlæsilegt. Þau fást í öllum litum.
Frekari upplýsingar veitum við í tölvupósti: Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.">Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. eða í síma 862 5471/463 3264/863 5471.