Höfði I

Grýtubakkahreppi

tagfaster-eidMerkið er byggt upp svipað eins og venjuleg Tagfaster-merki en með kassa fyrir örflögu (FDX) sem geymd er í glerhylki. Kaupa þarf nýtt merki á hverju ári, en ætla má að þessi merki endist líftíma ærinnar. Vel gengur að lesa þessi merki úr hvaða átt sem er. Hægt er að fá magasíntöng fyrir þessi merki, sem tekur þá 20 merki í einu. 

merki2Merki úr mjúku plastefni og örflögu í pinnanum (FDX(B) transponder) sem lest vel úr öllum áttum. Merkin eru að fullu endurnýtanleg. Þessi merki hafa verið í notkun hjá mörgum þeirra bænda sem hafa tekið þátt í Ófeigsverkefninu og gengið mjög vel. Þar hafa þau verið notuð ár eftir ár og er ekki komið að þolmörkum í endingartíma. Endast vel í fullorðnu fé. Raðnúmer er prentað á merkið og því þarf ekki að tengja örmerkið við nýtt lambsnúmer á hverju ári.

 

rubber.jpgHægt er að fá þrjár gerðir af Rubba merkjum (Rubba1,2 og 3).  Pinninn er í öllum gerðunum eins og þær passa allar í sömu töngina en flöggin eru með mismunandi lögun. 

 

 Tekið við pöntunum á netfangið: Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. og í s: 862 5471.

 

Höfði I - Grýtubakkahreppi - 601 Akureyri