Ábúendur á Höfða I eru hjónin Flosi Kristinsson og Þórdís Þórhallsdóttir og hjónin Þorkell Pálsson og Ásta F. Flosadóttir.
Búskaparsaga ábúenda
Árið 1932 tóku hjónin Kristinn Indriðason og Sigrún Jóhannesdóttir Höfða á leigu. Þau fluttu frá Hringsdal á Látraströnd með 11 börn, en áttu fátt annað veraldlegra gæða. Þeim búnaðist vel í Höfða og bættu við barnahópinn fjórum hraustum drengjum. Árið 1936 réðust þau í að kaupa jörðina og bjuggu með myndarbrag upp frá því. Synir þeirra, Ásmundur, Kristmann og Flosi tóku við búrekstrinum 1950 en þá var jörðinni skipt í Höfða I og Höfða II. Flosi hefur síðan þá búið á Höfða I og kona hans, Þórdís Þórhallsdóttir, frá árinu 1970. Ásta F. Flosadóttir og Þorkell Pálsson tóku við sauðfjárbúinu árið 2005, og keyptu jörðina 2015. Flosi og Þórdís eru áfram með kartöflurækt í smáum stíl og æðardúnstekju.
Börn Ástu og Þorkels eru Sigrún Þóra, f. 1998, Sigurður Einar, f. 2006 og Páll Þórir f. 2014, þau eru einnig virkir þátttakendur í þeim störfum sem til falla á búinu (miðað við aldur og getu).